Nýtt ár - ný markmið

Nú er nýtt ár hafið. Mikið líður tíminn hratt! Þessar æðislegu 12 vikur með Lilju Ingva og stelpunum leið allt of hratt og mikið hlakkar mig til að hitta þær aftur í mælingu hjá hópnum í febrúar. Já ferðalagið er ekki búið! Við ætlum að halda áfram og hvetja hvor aðra áfram að vinna að betri lífstíl og betri heilsu!

Það styttist í að þið fáið að sjá þá breytingu sem hefur orðið á okkur stelpunum með fyrir og eftir myndum. Við bíðum spenntar því við höfum ekki enn séð formlegu myndirnar og sjáum við þær á sama tíma og þið lesendur Smartlands!

Þessa dagana er ég að vinna í að koma mér aftur á réttu brautina eftir að hafa leyft mér aðeins að njóta jólanna! Hver dagur núna einkennist af baráttu við sykurpúkann sem þarf að villa fyrir með stóru vatnsglasi og kannski góðum ávexti, betra skipulagi á innkaupum og matseld!

Ég hef sett mér ný markmið fyrir næstu mánuðina og stefni ég á að missa 8kg til viðbótar fyrir 1.maí næstkomandi. Þetta er um hálft kg á viku sem ég tel að ég geti náð ef ég legg mig alla fram. Ég veit að þetta á eftir að vera mikil barátta við sjálfa mig! Til að ná því markmiði ætla ég mér að vera dugleg að borða hollan mat og hreyfa mig reglulega og leyfa mér aðeins einn dag í viku til að verðlauna mér með einhverju gómsætu. Ég hef einnig sett mér að rækta samböndin við fólkið í kringum mig og vera dugleg að njóta lífsins og tímans á þessu nýja ári! 


2 vikur eftir

 Ég trúi varla að það eru aðeins 14 dagar í loka mælinguna! Ég minnist þess að hafa sett vikurnar inní dagatalið þegar við hófum þetta verkefni og þá litu þessar 12 vikur út fyrir að verða langur og erfiður tími en það var nú aldeilis ekki. Erfiðustu vikurnar tvær eru að hefjast núna þegar styttist í loka mælingu og freistingar poppa upp út um allt í tengslum við jólahátíðina.

Við erum nú nýbúnar í þriðju mælingunni og gekk hún vel hjá okkur öllum. Ég tók af mér önnur 4,3 kg svo í heildina hef ég kvatt 8,6 kg á þá eftir um 3,4kg eftir að markmiði mínu fyrir þessar 12 vikur sem voru 12kg. En auðvitað á maður ekki bara að horfa á þá tölu hún segir ekki allt en það er gott að nota hana sem viðmið. Að lokum þarf svo að fara að sitja upp næsta markmið - ætla að hugsa það vel næstu tvær vikur hvað verður næsta markmið og hve langan tíma ætla ég að gefa mér til að ná því.

Svo nú er að spýta í lófana og taka síðustu tvær vikurnar með trompi. Borða hollt og hreyfa sig!

 


Matardagbókin á góðum föstudegi

Ég hef ekki verið duglegust að blogga síðustu vikurnar en það er alltaf nóg að gera hjá okkur stelpunum. Við höfum verið mjög duglegar á æfingum hjá Lilju og erum smá saman að þyngja lóðin og auka álagið á æfingunum. Ég held að árangurinn hjá okkur fari ekki framhjá neinum. Því bíðum við allar spenntar eftir næstu mælingu! 

Þegar kílóin kveðja okkur situr eftir laus húð sem við viljum endilega kveðja líka. Við fengum allar að prófa flottar húðvörur frá Biotherm sem eiga að styrkja húðina og vinna á appelsínuhúðinni. Ég er spennt að sjá hvernig það virkar á mig! Skrifa meira um það síðar.

Ég vil deila með ykkur hvernig dæmigerður dagur er hjá mér þessa dagana í mataræðinu. Ég hef verið spurð oft að því hvað ég er að láta ofan í mig meðan á þessari lífstílsbreytingu stendur. Þar sem mitt markmið er að breyta matarvenjum til framtíðar því vil ég ekki fara í neinar öfgar og reyni að njóta matarins. 

Morgunmatur

Cherrios með fjörmjólk

vítamín frá lifestream:  Spirulína, magnisíum í vatn og AstaZan.

Millimál

Banani

Hádegismatur

Grænt boost (spinat, mangó, ananas og ultimate greens duft frá lifestream) og steikt eggjahvítuhræra með kotasælu.

Millimál 

Mandarína og heimatilbúið hrökkbrauð)

Kvöldmatur

Fajitas pizza, pizza úr tortilla köku, með salsasósu, kjúkling, papríku og mozarella og ferskt salat með avacado og agúrku með því.

Kvöldsnarl

Mandarína

 


Heimsókn til kíró

Það er svo margt skemmtilegt sem við spariguggurnar erum að upplifa þessa dagana. Nýlega kíktum við á Kirópraktor stofu Íslands sem er staðsett í Sporthúsinu. Ég fékk að hitta Gumma, Guðmundur B. Pálmason. Ég mætti þangað,án þess að hafa í raun neitt vandamál sem ég vissi um annað en almenna vöðvabólgu sem kemur og fer svo það kom mér á óvart að sjá hrygginn á mér, hann er rammskakkur sem má rekja til þess að vinstri fóturinn á mér er aðeins styttri. 

 

image  En tíminn byrjaði á smá kynningu á því hvað kírópraktor gerir og til hvers, næst var smá viðtal og svo myndataka. Tekin var mynd af hryggnum bæði að framan og til hliðar. Setti inn mynd af einni myndinni sem ég klippti til. Þessar myndir sýndu mér marga leynda galla sem ég vissi ekki af. til dæmis sáum við að tveir hryggjaliðir í hálsinum snéru ekki í rétta átt sem leiðir til þess að hálsinn hallar fram en ekki aftur og svo er það neðsti hryggliðurinn situr fastur og spjald hryggurinn er skakkur, svo í lokin eru mjaðmirnar skakkar þar sem fæturnir eru mislangir. Já listinn er langur og margt að taka á. 

Ég er núna búin að fara í til Gumma tvisvar og ég er ekki frá því að ég er beinni og betri í bakinu. 

Ég hvet alla sem eru forvitnir að prófa. Það er líka lúmskt gaman að heyra hljóðin í líkamanum þegar maður er hnykktur til ef þú vilt heyra horfðu þá á þetta skemmtilega videó 


Heimagerður skrúbbur

Með þeim breytingum sem eru að verða á líkamanum er mikilvægt að hugsa um húðina, samhliða svona miklu, breytingum eins og við stelpurnar erum að gera núna. Ég hef aðeins verið að vafra um netið og skoða hvað fólk mælir með að gera til að minnka lausu húðina sem situr eftir þegar maður missir kílóin í burtu og það er meðal annars mælt með að þurr bursta hana og bera á hann skrúbb og þá er sérstaklega mælt með kaffiskrúbb.

Ég reyni nú að bursta mig og skrúbba 2-3 í viku. Eftir skrúbbur er húðin rosalega mjúk við snertingu sem má þakka kókosolíunni í skrúbbnum sem ég mæli svo sannarlega með. Ég prófaði einnig að gera ferskari skrúbb með smá lime sem kom vel út

 

image

 

Kaffi skrúbbur

1 bolli kaffikorn

1/2 bolli kókosolía

1/4 bolli sykur.

Passið að olían sé alveg í fljótandi formi þegar þetta er hrært saman og skellið þessu svo í krukku og notið við næsta tækifæri. Þessi uppskrift fyllti tvær krukkur hjá mér

 

Lime & kókos skrúbbur

1 matskeið kokosolia

2 msk baby oil

4 msk epson salt

1 msk sykur

dash af lime safa

Þessi uppskrift gaf mér eina krukku. Næst ætla ég að prófa að raspi smá lime burk ofan í.

 

Endilega skellið í einn skrúbb og prófið! Mæli hiklaust með því!

 

 


Skipulag og aftur skipulag...

Mataræðið skiptir öllu máli hjá mér þessa dagana og svo allt gangi upp þarf mikið skipulag. Ég hef ítrekað lent í því að eiga ekkert til að borða eða gleymi hreinlega millibitunum sem skipta öllu.

Ekki er alltaf auðvelt að hlaupa út í búð eða á næstu heilsubúllu þegar drengurinn sefur vært í hádeginu. Svo í dag setti ég upp plan fyrir allar máltíðir og millimál vikunnar og gerði innkaupalista. Aldrei hafa innkaupin verið eins skipulögð hjá mér og mikið verður gaman að sjá hvort áætlunin gengur upp hjá mér og nýtingin sömuleiðis. Það er ekkert sem mér finnst leiðinlegra en að henda mat sem hefur gleymst inní ískáp! 

image

Síðustu tvær vikur hafa gengið ágætlega og hafa einhver kíló látið sig hverfa en vikurnar voru ekki fullkomnar, þá daga sem ég gleymdi millimálu, varð ég buguð og kom litlu í verk meðan aðrir dagar þar sem mataræðið var gott gengu glimrandi vel.

Það verður gaman að sjá hvernig vikan gengur upp og hvort fleiri kíló láti sig hverfa og hvort orkan verði í hámarki...


Zumbapartý

Þetta ferðalag sem við stelpurnar í Lífstílsáskoruninni erum í snýst að miklum hluta um að stíga út fyrir þægindarammann og prófa eitthvað nýtt og breyta venjum sínum.

Í morgun prófaði ég í fyrsta skiptið Zumba í Sporthúsinu. Ég var auðvitað eins og belja á svelli þegar sporin fóru að flækjast en það tók enginn eftir því nema jú konan við hliðiná mér sem stóð sig vel í að peppa mig upp og segja mér til þegar ég var engan vegin að ná sporinu. Ljósin voru slökkt og aðeins birta frá diskókúlunni lýsti upp salinn. Tíminn var mjög skemmtilegur, minnti mig á gamlar stundir á dansgólfinu á Vegamótum. Þetta var hin fínasta brennsla og samkvæmt Polar púls mælinum mínum brenndi ég í kringum 950 kaloríum í tímanum. Ég ætla að stefna á að kíkja reglulega í Zumba.

image 

 Næsta laugardag verður opið Zumba partý í Sporthúsinu svo þú getur komið og dansað af þér rassinn með vinkonunum, með mömmu, með ömmu eða afa. Tíminn byrjar klukkan 9:30 og verður 90 mínútur. Það verða 3 kennarar í tímanum svo það verður bland af nokkrum mismunandi Zumba stígum. Frekari upplýsingar verða á heimasíðu Sporthúsins í næstu viku.

Hlakka til að sjá þig! 

image image

 


Smá um mig

Ég heiti Sandra Vil­borg Jóns­dótt­ir og er 29 ára sæl­keri sem á mjög erfitt með að stand­ast freist­ing­ar. Ég er nýbökuð móðir og freistingarnar hafa verið fyrir framan mig á hverjum degi síðustu vikurnar í kjölfarið hefur talan á vigtinni sýnt það og hefur færst nær og nær þriggja stafa tölunni. En nú er komið nóg.

Ég er svo ánægð og þakklát fyrir að ég hafa verið valin í lífstílsbreytingun Smartlands og Sporthúsins og get ekki beðið eftir að takast á við þetta verkefni og breyta lífstílnum til frambúðar. 

Það fyrsta sem ég gerði eftir að ég fékk fréttirnar um að ég hafði verið valin var að taka til í eldhúsinu. Það var mikill léttir. Búrskápurinn var yfirfullur og allur í mynslum, en nú er hann snyrtilegur og vissulega léttari. Allt tengt sykri er farið! Það verður ekkert bakað úr venjulegum sykri næstu vikurnar og sykur almennt tekin úr matarræðinu!

Nú erum við búnar með fyrstu æfinguna með Lilju einkaþjálfara í Sporthúsinu og ég get varla staulast um heima, lærin eru alveg að fara með mig eftir fjölda framstiga! Það er spurning hvort þessir strengir muni einkenna dagana hjá mér næstu vikurnar!

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband