Heimagerður skrúbbur

Með þeim breytingum sem eru að verða á líkamanum er mikilvægt að hugsa um húðina, samhliða svona miklu, breytingum eins og við stelpurnar erum að gera núna. Ég hef aðeins verið að vafra um netið og skoða hvað fólk mælir með að gera til að minnka lausu húðina sem situr eftir þegar maður missir kílóin í burtu og það er meðal annars mælt með að þurr bursta hana og bera á hann skrúbb og þá er sérstaklega mælt með kaffiskrúbb.

Ég reyni nú að bursta mig og skrúbba 2-3 í viku. Eftir skrúbbur er húðin rosalega mjúk við snertingu sem má þakka kókosolíunni í skrúbbnum sem ég mæli svo sannarlega með. Ég prófaði einnig að gera ferskari skrúbb með smá lime sem kom vel út

 

image

 

Kaffi skrúbbur

1 bolli kaffikorn

1/2 bolli kókosolía

1/4 bolli sykur.

Passið að olían sé alveg í fljótandi formi þegar þetta er hrært saman og skellið þessu svo í krukku og notið við næsta tækifæri. Þessi uppskrift fyllti tvær krukkur hjá mér

 

Lime & kókos skrúbbur

1 matskeið kokosolia

2 msk baby oil

4 msk epson salt

1 msk sykur

dash af lime safa

Þessi uppskrift gaf mér eina krukku. Næst ætla ég að prófa að raspi smá lime burk ofan í.

 

Endilega skellið í einn skrúbb og prófið! Mæli hiklaust með því!

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband