Bloggfærslur mánaðarins, september 2015

Zumbapartý

Þetta ferðalag sem við stelpurnar í Lífstílsáskoruninni erum í snýst að miklum hluta um að stíga út fyrir þægindarammann og prófa eitthvað nýtt og breyta venjum sínum.

Í morgun prófaði ég í fyrsta skiptið Zumba í Sporthúsinu. Ég var auðvitað eins og belja á svelli þegar sporin fóru að flækjast en það tók enginn eftir því nema jú konan við hliðiná mér sem stóð sig vel í að peppa mig upp og segja mér til þegar ég var engan vegin að ná sporinu. Ljósin voru slökkt og aðeins birta frá diskókúlunni lýsti upp salinn. Tíminn var mjög skemmtilegur, minnti mig á gamlar stundir á dansgólfinu á Vegamótum. Þetta var hin fínasta brennsla og samkvæmt Polar púls mælinum mínum brenndi ég í kringum 950 kaloríum í tímanum. Ég ætla að stefna á að kíkja reglulega í Zumba.

image 

 Næsta laugardag verður opið Zumba partý í Sporthúsinu svo þú getur komið og dansað af þér rassinn með vinkonunum, með mömmu, með ömmu eða afa. Tíminn byrjar klukkan 9:30 og verður 90 mínútur. Það verða 3 kennarar í tímanum svo það verður bland af nokkrum mismunandi Zumba stígum. Frekari upplýsingar verða á heimasíðu Sporthúsins í næstu viku.

Hlakka til að sjá þig! 

image image

 


Smá um mig

Ég heiti Sandra Vil­borg Jóns­dótt­ir og er 29 ára sæl­keri sem á mjög erfitt með að stand­ast freist­ing­ar. Ég er nýbökuð móðir og freistingarnar hafa verið fyrir framan mig á hverjum degi síðustu vikurnar í kjölfarið hefur talan á vigtinni sýnt það og hefur færst nær og nær þriggja stafa tölunni. En nú er komið nóg.

Ég er svo ánægð og þakklát fyrir að ég hafa verið valin í lífstílsbreytingun Smartlands og Sporthúsins og get ekki beðið eftir að takast á við þetta verkefni og breyta lífstílnum til frambúðar. 

Það fyrsta sem ég gerði eftir að ég fékk fréttirnar um að ég hafði verið valin var að taka til í eldhúsinu. Það var mikill léttir. Búrskápurinn var yfirfullur og allur í mynslum, en nú er hann snyrtilegur og vissulega léttari. Allt tengt sykri er farið! Það verður ekkert bakað úr venjulegum sykri næstu vikurnar og sykur almennt tekin úr matarræðinu!

Nú erum við búnar með fyrstu æfinguna með Lilju einkaþjálfara í Sporthúsinu og ég get varla staulast um heima, lærin eru alveg að fara með mig eftir fjölda framstiga! Það er spurning hvort þessir strengir muni einkenna dagana hjá mér næstu vikurnar!

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband