Bloggfærslur mánaðarins, október 2015

Heimsókn til kíró

Það er svo margt skemmtilegt sem við spariguggurnar erum að upplifa þessa dagana. Nýlega kíktum við á Kirópraktor stofu Íslands sem er staðsett í Sporthúsinu. Ég fékk að hitta Gumma, Guðmundur B. Pálmason. Ég mætti þangað,án þess að hafa í raun neitt vandamál sem ég vissi um annað en almenna vöðvabólgu sem kemur og fer svo það kom mér á óvart að sjá hrygginn á mér, hann er rammskakkur sem má rekja til þess að vinstri fóturinn á mér er aðeins styttri. 

 

image  En tíminn byrjaði á smá kynningu á því hvað kírópraktor gerir og til hvers, næst var smá viðtal og svo myndataka. Tekin var mynd af hryggnum bæði að framan og til hliðar. Setti inn mynd af einni myndinni sem ég klippti til. Þessar myndir sýndu mér marga leynda galla sem ég vissi ekki af. til dæmis sáum við að tveir hryggjaliðir í hálsinum snéru ekki í rétta átt sem leiðir til þess að hálsinn hallar fram en ekki aftur og svo er það neðsti hryggliðurinn situr fastur og spjald hryggurinn er skakkur, svo í lokin eru mjaðmirnar skakkar þar sem fæturnir eru mislangir. Já listinn er langur og margt að taka á. 

Ég er núna búin að fara í til Gumma tvisvar og ég er ekki frá því að ég er beinni og betri í bakinu. 

Ég hvet alla sem eru forvitnir að prófa. Það er líka lúmskt gaman að heyra hljóðin í líkamanum þegar maður er hnykktur til ef þú vilt heyra horfðu þá á þetta skemmtilega videó 


Heimagerður skrúbbur

Með þeim breytingum sem eru að verða á líkamanum er mikilvægt að hugsa um húðina, samhliða svona miklu, breytingum eins og við stelpurnar erum að gera núna. Ég hef aðeins verið að vafra um netið og skoða hvað fólk mælir með að gera til að minnka lausu húðina sem situr eftir þegar maður missir kílóin í burtu og það er meðal annars mælt með að þurr bursta hana og bera á hann skrúbb og þá er sérstaklega mælt með kaffiskrúbb.

Ég reyni nú að bursta mig og skrúbba 2-3 í viku. Eftir skrúbbur er húðin rosalega mjúk við snertingu sem má þakka kókosolíunni í skrúbbnum sem ég mæli svo sannarlega með. Ég prófaði einnig að gera ferskari skrúbb með smá lime sem kom vel út

 

image

 

Kaffi skrúbbur

1 bolli kaffikorn

1/2 bolli kókosolía

1/4 bolli sykur.

Passið að olían sé alveg í fljótandi formi þegar þetta er hrært saman og skellið þessu svo í krukku og notið við næsta tækifæri. Þessi uppskrift fyllti tvær krukkur hjá mér

 

Lime & kókos skrúbbur

1 matskeið kokosolia

2 msk baby oil

4 msk epson salt

1 msk sykur

dash af lime safa

Þessi uppskrift gaf mér eina krukku. Næst ætla ég að prófa að raspi smá lime burk ofan í.

 

Endilega skellið í einn skrúbb og prófið! Mæli hiklaust með því!

 

 


Skipulag og aftur skipulag...

Mataræðið skiptir öllu máli hjá mér þessa dagana og svo allt gangi upp þarf mikið skipulag. Ég hef ítrekað lent í því að eiga ekkert til að borða eða gleymi hreinlega millibitunum sem skipta öllu.

Ekki er alltaf auðvelt að hlaupa út í búð eða á næstu heilsubúllu þegar drengurinn sefur vært í hádeginu. Svo í dag setti ég upp plan fyrir allar máltíðir og millimál vikunnar og gerði innkaupalista. Aldrei hafa innkaupin verið eins skipulögð hjá mér og mikið verður gaman að sjá hvort áætlunin gengur upp hjá mér og nýtingin sömuleiðis. Það er ekkert sem mér finnst leiðinlegra en að henda mat sem hefur gleymst inní ískáp! 

image

Síðustu tvær vikur hafa gengið ágætlega og hafa einhver kíló látið sig hverfa en vikurnar voru ekki fullkomnar, þá daga sem ég gleymdi millimálu, varð ég buguð og kom litlu í verk meðan aðrir dagar þar sem mataræðið var gott gengu glimrandi vel.

Það verður gaman að sjá hvernig vikan gengur upp og hvort fleiri kíló láti sig hverfa og hvort orkan verði í hámarki...


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband